fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Fókus

Valur færir okkur heillandi sögu Berlínar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. október 2024 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Gunnarsson rithöfundur hefur sent frá sér bókina Berlínarbjarmar: Langamma, David Bowie og ég en hann hefur áður vakið athygli fyrir verk sitt Bjarmalönd, sem fjallar um Rússland og Úkraínu. Auk þess hefur Valur sent frá sér skáldsögur.

Valur ræddi nýju bókina stuttlega við DV og bendir á að  Vestur-Berlín hafi ekki verið síður merkilega en Austur-Berlín. „Flestum sem það reyndu fannst merkilegt að hafa komið til Austur-Berlínar en Vestur-Berlín var ekki síður einstök. Margir höfðu flutt burt bæði í seinni heimsstyrjöld og við upphaf kalda stríðsins. Margar íbúðir stóðu auðar og inn fluttu listamenn, anarkistar, samkynhneigðir og aðrir sem áttu sér varla samastað annars staðar.“

Miklar breytingar urðu síðan við fall múrsins:  „Þegar múrinn svo hrundi breiddist þessi kommúna út til austurhluta borgarinnar og úr varð allsherjarpartí. Berlín varð fyrir íslenskum listamönnum á 21. öld það sem Kaupmannahöfn hafði verið á þeirri 19. Inn í þetta umhverfi kom ég svo, sem nemi og síðar blaðamaður Berliner Zeitung.“

Valur rekur sögu Berlínar allt frá upphafi. „Langamma mín var þýsk og lærði í Berlín. Hún giftist Íslending og flutti í Mosfellsbæinn á millistríðsárunum. Systkini hennar urðu eftir og fóru sum illa út úr stríðinu. Þessa fjölskyldusögu nota ég sem leið inn í sögu landsins alls. David Bowie bjó í Berlín um tíma og hafði hún mikil áhrif á hann og hann á hana. Enn má skoða söguslóðir þar sem hann bjó og tók upp plötur og er það önnur leið til að skoða borgina.“

Hann bendir að Berlín sé borg stöðugra breytinga. „Hún er höfuðborg þriðja mesta iðnveldis heims og leiga fer hækkandi og blokkir standa ekki lengur tómar. Enn eimir eftir af hinni gömlu anarkistakommúnu kalda stríðsins en borgin fer smám saman að verða meira venjuleg, líkt og París og London, en ekki lengur jafn einstök. Þetta er því nokkurskonar kveðjubréf mitt til þeirrar borgar sem var.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan mín til 20 ára vill að ég finni mér kærustu – Hvað á ég að gera?

Konan mín til 20 ára vill að ég finni mér kærustu – Hvað á ég að gera?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“