fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Íslendingar segja frá því hvað hefur aukið lífsgæði þeirra – „Algjör game changer“

Fókus
Fimmtudaginn 24. október 2024 11:30

Íslendingar fagna karlalandsliðinu í fótbolta á Arnarhóli árið 2016. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur lagði fram spurningu á samfélagsmiðlinum Reddit, á íslensku, um hvort það væri eitthvað einfalt í lífi fólks sem hefði aukið lífgsæði þess svo um munaði. Svörin eru af ýmsu toga en bera ágætis vott um að oft þarf ekki mikið til að auka lífsgæði eða jafnvel lífsgleði hjá fólki.

Fyrirspyrjandinn skrifar meðal annars:

„Ég man þegar ég heyrði orðið lífsgæði fyrst, þá var það kona í vinnunni sem var að minnka starfshlutfallið sitt úr 100% niður í 90% til að auka lífsgæði. Á þeim tíma fannst mér það voðalega lítill munur á vinnuframlagi versus það hversu gott hún myndi hafa það í lífinu.

Þegar ég varð eldri þá eru það nokkrir litlir hlutir sem hafa veitt mér rosalega ánægju í lífinu og aukið mín lífsgæði og var ég að uppgötva nýjan hlut sem virðist verða einn af þessum hlutum sem verður ómissandi.

Mig langar að vita hvort það sé eitthvað eitt einfalt í ykkar lífi sem hefur aukið lífsgæðin svo mikið að þið getið varla ímyndað ykkur veröld án þess.“

Fyrirspyrjandinn nefnir nokkur dæmi úr eigin lífi, meðal annars:

„Frystiskápur í staðinn fyrir frystikistu, algjör game changer. Aldrei aftur týni ég kótilettum til margra ára neðst í haugnum.

Klakavél, hún býr bara til klaka endalaust sem ég moka svo í frystiskápinn, aldrei aftur er ég með drykk sem er ekki nógu kaldur.“

Að geta labbað

Hátt í 100 svör bárust við fyrirspurninni og hér er því aðeins hægt að nefna nokkur dæmi:

„Ég hafði áður átt bíla sem voru með hita í sætum og fannst það alveg gríðarlegur lúxus en þegar ég keypti mér í fyrsta skipti nýjan bíl (sem er núna orðinn 7 ára gamall) og hann var með HITA Í STÝRINU!….algjör game changer. Að þurfa ekki að halda í ískalt stýri yfir veturinn er svo mikið creature comfort að ég er ennþá að dást að því í hvert sinn sem ég nota það.

„Að geta labbað í vinnuna. Og að það taki sirka korter. ég léttist um 10 kg það ár og naut hverrar mínútu, líka í stormum.“

Fleiri taka undir þessi orð göngugarpsins:

„Þetta er mikill lúxus og fín hreyfing. Þegar illa veðrar þá er það oft heldur ekkert svo slæmt þegar maður er lagður af stað. Versta veðrið er oftast í anddyrinu áður en maður leggur af stað.“

„Þetta nema hjóla, það er ótrúlegur munur að byrja daginn á að fá smá sól og súrefni í staðinn fyrir fýlu og pirringi í umferðinni. Skil ekki hvernig ég nennti að pirrast í umferðarteppum og að leita að stæði hérna áður. Verð núna smá fúll í hvert sinn sem ég þarf að fara á bílnum í vinnuna.“

Lífsgæði nútímatækni

Sumir fara í svörum sínum ekki í grafgötur með að rafmagnstæki hafi aukið lífsgæði þeirra:

„Ryksugu- og skúringavélmenni. Ætlaði ekki að láta plata mig út í þetta en lét til leiðast eftir eitt miðaldrapartý þar sem talið barst að slíkum tækjum. Hefur sparað mér gríðarlegan tíma sem er nú betur varið í annað en að ryksuga og skúra í hverri viku – og hann skúrar líka betur en ég í þokkabót.“

„Ég keypti mér viðbjóðslega dýr heyrnartól í byrjun árs og sé ekki eftir neinu. Geggjaðar hljóðgræjur eru svakaleg lífsgæði fyrir mér. Þráðlaus lýsing heima í símanum er geggjuð lífsgæði, að geta tímastillt allan fjandann, dimmað og stýrt ljósum úr símanum. Algjör draumur í mínu lífi.“

Einn maður fór hins vegar enn einfaldari leið til að auka lífsgæðin:

„Ég reyni að kaupa alltaf eins sokka og er löngu hættur að brjóta þá saman. Sparar hellings vinnu.“

Annar maður fór hins vegar þá leið að bæta lífsgæði með öðrum en hlutum:

„Ég passa aðallega að halda væntingum mínum í skefjum og að reiðast ekki þegar hlutirnir fara ekki eins og ég vonaði. Bætti lífsgleði mína meira en allt annað.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“