fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Pressan

Vann 66 þúsund milljónir í lottóinu

Pressan
Fimmtudaginn 24. október 2024 09:37

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að einn heppinn íbúi í Georgíuríki í Bandaríkjunum hafi dottið í lukkupottinn í gærkvöldi þegar dregið var í Powerball-lottóinu bandaríska.

Potturinn var 478 milljónir Bandaríkjadala, rúmir 66 milljarðar króna, og var hann einn með allar tölurnar réttar: 2, 15, 27, 29, 39 og rauða ofurtalan var 20.

Vinningshafinn getur valið um það að fá allan vinninginn greiddan út jafnt og þétt næstu 29 árin eða valið að fá eingreiðslu upp á 230,6 milljónir dollara, tæpa 32 milljarða króna.

Segja má að líkurnar hafi ekki verið með honum í liði því líkurnar á að fá allar tölurnar réttar í Powerball-lottóinu eru 1 á móti 292.201.338.

Tveir mánuðir eru liðnir síðan sá stóri gekk síðast út í Powerball-lottóinu en þá vann Flórídabúi 44,3 milljónir dollara.

Miðahafinn í Georgíu hefur 180 daga til að gefa sig fram og innheimta vinninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsóknir sýna tengsl á milli hæðar og tortryggni: Lágvaxnir upplifa aukna viðkvæmni og vantraust

Rannsóknir sýna tengsl á milli hæðar og tortryggni: Lágvaxnir upplifa aukna viðkvæmni og vantraust
Pressan
Í gær

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Walmart vindur upp á sig – Móðir starfsmanns fann hann læstan í ofninum og það var engin leið að slökkva

Harmleikurinn í Walmart vindur upp á sig – Móðir starfsmanns fann hann læstan í ofninum og það var engin leið að slökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir fer í hart í kjölfar þess að sonur hennar svipti sig lífi eftir að hann varð ástfanginn af spjallmenni

Móðir fer í hart í kjölfar þess að sonur hennar svipti sig lífi eftir að hann varð ástfanginn af spjallmenni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður