Erlendur ferðamaður á níræðisaldri lést í Bláa lóninu nú fyrr í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Í tilkynningunni segir að viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir að lóninu á sjöunda tímanum eftir að ferðamaðurinn hafi misst meðvitund.
Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum um klukkustund síðar.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar og mun hafa upp á aðstandendum hins látna.