Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks segist fara pressulaus inn í úrslitaleik Bestu deildarinnar á sunnudag.
Breiðablik heimsækir þá Víking í hreinum úrslitaleik, jafnteflið dugar Víkingum þar sem liðið er með betri markatölu en Blikar. Bæði lið erum eð 59 stig fyrir leikinn.
Á samfélagsmiðlum Blika voru leikmenn beðnir um að lýsa tilfinningu sinni fyrir sunnudeginum í þremur orðum.
„Spenntur, bjartsýnn og gjörsamlega pressulaus,“ sagði Halldór Árnason þjálfari liðsins.
Hann virðist telja að öll pressan sé á Víkingum sem eru nú ríkjandi meistarar.