Verslunin BAUHAUS deilir jólagleðinni með því að gefa þremur málefnum jólagjafir að andvirði 500.000 krónur hverju. Heildarverðmæti 1.500.000 krónur.
BAUHAUS biður alla um aðstoð við að deila jólagleðinni. Það virkar þannig að þú tilnefnir einfaldlega það málefni sem þér er kært. Það getur verið vinur, fjölskylda, stofnun eða samtök. Hægt er að tilnefna málefni til 15. nóvember.
Þrjú heppin málefni verða síðan valin sem fá jólapakka sem inniheldur það sem þarf til þess að komast í sannkallaða jólastemningu. Innihald pakkana getur verið hátíðarmatur, jólaskraut, jólamatur eða annað sem gleður.
„Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem hafa lítið á milli handanna eða eru í erfiðum aðstæðum. Við viljum taka virkan þátt í að bæta gleðina og stemninguna yfir jólin fyrir sem flesta, hvort sem það er með gjöfum eða einhvers konar stuðningi fyrir þá sem þurfa mest á því að halda,“ segir Ásgeir Backman, framkvæmdastjóri BAUHAUS.
BAUHAUS hvetur sem flesta til að tilnefna málefni fyrir 15. nóvember.
Sendu inn þína tilnefningu á bauhaus.is.