Bankinn greindi frá því á heimasíðu sinni í dag að hann hefði hagnast um 26,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins – eftir skatta – og þar af 10,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi.
Hreinar vaxtatekjur bankans voru 44,1 milljarður króna og hreinar þjónustutekjur voru 8,1 milljarður króna.
Gunnar Smári er þeirrar skoðunar að þetta sé hreinlega of mikið.
„Þetta er ljóta sturlunin, banki sem er varla 30% af bankakerfinu sogar þetta upp úr hagkerfinu á níu mánuðum! Er ekki í lagi með ykkur,” spyr hann á Facebook.