fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fókus

Stunurnar í Lennon og ókunnri konu heyrðust fram – Gestir í áfalli reyndu að yfirgefa partýið meðan Ono hlustaði á

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn John Lennon stundaði einu sinni „hávært, aggressíft  kynlíf“ með ókunnri konu í partýi – og eiginkona hans, Yoko One, hlustaði á allt frammi í stofu, segir í nýútkominni bókk Elliot Mintz, We All Shine On: John, Yoko, and Me. 

„Á meðan á kynlífinu stóð sat Yoko í sófanum í stofunni, í undrandi, dapurlegri þögn, á meðan aðrir gestir stóðu vandræðalega á fætur og hugðust fara, þar til þeir áttuðu sig á því að úlpurnar þeirra voru í svefnherberginu þar sem John var að stunda kynlíf,“ skrifar Mintz.

Mintz, sem var náinn vinur hjónanna frægu, heldur því fram að atvikið hafi átt sér stað í veislu í New York borg þar sem fólk var komið saman til að fylgjast með úrslitum forsetakosninganna 1972 milli Richard Nixon og George McGovern. Mintz segir Lennon hafa tekið sig saman við konuna, sem ekki er nafngreind, eftir að Lennon var orðinn mjög drukkinn og í uppnámi yfir því að Nixon myndi fara með sigur af hólmi.

„Hann setti eiginkonu sína í vandræðalegustu stöðu sem þú getur nokkurn tíma komið konu í – að stunda kynlíf með annarri konu í herbergi með þunnum veggjum á meðan konan þín var einn gesta í lítilli veislu og heyrði allt,“ segir Mintz þar sem hann kynnti bók sína. „Yoko er mjög stóísk kona, en ljóst var að þetta athæfi John myndi hafa alvarlegar afleiðingar,“ bætti hann við.

Segir Mintz að ein afleiðingin var sú að Lennon var gert að sofa á sófanum næstu nótt.

Yoko sagði síðar við Mintz að hún gæti fyrirgefið Lennon fyrir framhjáhald hans, en hún vissi ekki hvort hún myndi gleyma því og hún væri ekki viss um að samband þeirra gæti aftur orðið eins og það var áður. 

„Staðreyndin er sú, að einu sinni sagði John við mig: „Ellie,“ sem er það sem hann kallaði mig, „Ég er ekki alltaf Imagine gaurinn,“ sagði Mintz.

Vísaði Lennon þar til einkennislags síns Igamine þar sem hann leggur upp með hvað myndi gerast í heiminum ef við værum öll góðar manneskjur og myndum lifa í sátt og samlyndi.

Ono og Lennon giftu sig í  mars 1969 og voru saman þar til hann var myrtur í desember 1980, fertugur að aldri. Samband þeirra var langt frá því að vera fullkomið, Lennon átti til að mynda í ástarsambandi við aðstoðarmann þeirra, May Pang, í um 18 mánuði.

Pang fullyrti hins vegar í  heimildarmynd sinni frá 2023, The Lost Weekend: A Love Story, að Ono hafi veitt þeim blessun sína til að vera í sambandi.

„Yoko gekk inn á skrifstofuna mína og sagði: „Við John náum ekki saman. Ég vil að þú farir út með honum,“ sagði Pang í myndinni.

Hún var treg til að byrja með, en innan tíðar fóru Pang og Lennon saman á stefnumót og voru saman næstu 18 mánuði ýmist í New York eða Kaliforníu. „Yoko áttaði sig ekki á því að þetta myndi breytast í svona mikið ástarsamband. Hún hélt að það yrðu tvær vikur, farnar, bless,“ sagði Pang.

Í gegnum tíðina hafa margir kennt Ono og sambandi hennar við Lennon um að The Beatles hættu, bæði neituðu þó alltaf að hafa haft slík áhrif á hljómsveitina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“