fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Finnst ekkert að því þó „frægir“ flykkist í framboð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, furðar sig á þeirri umræðu að það sé neikvæð þróun að þeir sem getið hafa sér gott orð fyrir störf í þágu samfélagsins gefi kost á sér til þingmennsku.

Guðmundur Andri viðrar þessa skoðun á Facebook-síðu sinni og er tilefnið væntanlega umræður sem voru meðal annars í Pallborðinu á Vísi á mánudag. Þar sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, meðal annars þetta:

„Mér finnst það ekki góð þróun að stjórnmálaflokkur sé bara eins og hver önnur hilluvara fyrir frægt fólk,“ segir hann. „Ef menn ætla að drösla einhverju frægu og þekktu fólki, þá er ágætt að þetta fólk hafi einhvern tímann talað um stjórnmál eða þjóðfélagsmál. Þannig að menn viti eitthvað um það.“

Guðmundur Andri segist í færslu sinni ekki skilja hvers vegna „álitsgjafaspekingarnir“ telja þessa þróun vera áhyggjuefni, eða hvers vegna lítið er gert úr þessu fólki með því að tala um frægt fólk.

„Ég skil ekki hvers vegna það er talinn ljóður á ráði fólks að hafa eitthvað til brunns að bera. Ég held að það sé prýðilegur undirbúningur fyrir þingmennsku að hafa starfað við sóttvarnir eða aðrar almannavarnir, löggæslu eða fjölmiðla. Öll þessi störf efla félagsþroska og hæfileika til að taka ákvarðanir og snúast um að leysa verkefni eins hratt og vel og kostur er,“ segir Guðmundur Andri sem sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2017 til 2021.

„Of mikið af því stjórnmálastússi sem ég horfði upp á snerist um að spila einhvern endalausan Svarta-Pétur og gæta þess að koma vel út sjálfur en láta alla hina líta út eins og illgjarna hálfvita. Það fólk sem ég sé koma nýtt í stjórnmálin núna sýnist mér nú ekki líklegt til að taka þátt í slíkum leikjum.“

Margir leggja orð í belg við færslu Guðmundar og einn þeirra er Brynjar Níelsson. Hann segir:

„Það er ekkert að því að frægt fólk fari í pólitík. Hins vegar full ástæða til að hæðast að flokkunum sem reyna að sækja frægt fólk, sem engan áhuga hefur sýnt á stjórnmálum, til að afla fylgis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings