fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Áslaug Arna sannfærð um að þessi breyting geti skipt sköpum – „Sögurnar eru ótrúlegar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2024 08:00

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kveðst sannfærð um að móttökuskóli fyrir börn af erlendum uppruna geti skipt sköpum og haft jákvæð áhrif fyrir allt skólastarf hér á landi.

Þetta kemur fram í grein sem Áslaug skrifar í Morgunblaðið í dag.

Verulega hallað undan fæti

„Hef­ur þú staðið fyr­ir fram­an 25 ung­linga í þeim til­gangi að kenna þeim stærðfræði? Verið í grunn­skóla í Reykja­vík og þegar þau horfðu á þig með stór spurn­ing­ar­merki í aug­un­um áttaðir þú þig á því að fæst þess­ara barna töluðu ís­lensku? Eft­ir dá­lítið grúsk komst þú að því að þrjú þeirra voru ný­kom­in úr flótta­manna­búðum með litla skóla­göngu að baki og að alls voru töluð sex tungu­mál í þess­um litla bekk,“ segir Áslaug Arna.

Hún bendir á að veruleiki grunn­skóla­barna og grunn­skóla­kenn­ara sé alls kon­ar. „Sög­urn­ar eru ótrú­leg­ar en það litla sem við raun­veru­lega vit­um um stöðu þessa mik­il­væga skóla­stigs er að þar hef­ur hallað veru­lega und­an fæti síðastliðin ár,“ segir Áslaug og nefnir að tæp 30% nemenda í íslenskum grunnskólum hafi erlendan bakgrunn og ljóst að slík fjölgun í óbreyttu kerfi hafi áhrif á gæði náms og árangur nemenda.

„Kenn­ar­ar hafa reynt að mæta þess­um áskor­un­um með fjöl­breytt­um leiðum en benda á að álagið sem þessu fylg­ir haldi aft­ur af hefðbundnu skóla­starfi og vilja aðrar lausn­ir,“ segir hún.

Sannfærð um að þetta geti skipt sköpum

Áslaug bendir í grein sinni á slakan árangur íslenskra nemenda í PISA og þá staðreynd að árangurinn þar er undir meðallagi OECD og Norðurlandanna í öllum þáttum. Þá útskrifist helmingur drengja úr grunnskólum án þess að hafa náð grunnfærni í læsi.

„Vand­inn er margþætt­ur og erfitt er að benda á eina töfra­lausn en þrátt fyr­ir það er ég sann­færð um að ein ákvörðun – ein stór breyt­ing – gæti skipt sköp­um og haft mik­il og já­kvæð áhrif fyr­ir allt skólastarf. Hún er sú að við Íslend­ing­ar setj­um upp al­menni­lega og vel skipu­lagða mót­töku­skóla fyr­ir börn af er­lend­um upp­runa,“ segir hún.

Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og segir hún að slíkan skóla megi til dæmis finna í Noregi.

„Skól­inn væri fyrsta skref fyr­ir börn af er­lend­um upp­runa sem eru að fóta sig í ís­lensku sam­fé­lagi og lögð væri áhersla á sam­ræmda tungu­mála­kennslu og hæfnismat. Sér­hæft úrræði þannig að þau séu bet­ur und­ir­bú­in þegar þau síðan fara inn í al­menna grunn­skóla. Slík­ar til­lög­ur hafa verið lagðar fram af Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur og fleiri þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ segir Áslaug og bætir við að með því að taka slíka ákvörðun mætum við betur nemendum sem eru á fóta sig í nýju skólaumhverfi og þurfa aukna aðstoð og tungumálakennslu.

„Í óbreyttu kerfi tapa all­ir – ekki aðeins börn og ung­menni af er­lend­um upp­runa held­ur líka aðrir nem­end­ur, kenn­ar­ar og starfs­fólk sem reyn­ir að mæta þörf­um hvers og eins nem­anda án nægi­legs stuðnings. Árang­ur skipt­ir sam­fé­lagið öllu máli. Kerfið þarf að virka fyr­ir alla – og sér­stak­lega fyr­ir þann hóp barna sem á und­ir högg að sækja í ís­lensku mennta­kerfi. Mennta­kerfið okk­ar á að tryggja jöfn tæki­færi. Óbreytt staða trygg­ir ekki þau tæki­færi fyr­ir alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni