fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Eyjan

Inga skýtur föstu skoti á Össur og vini hans – „Dapurt að sjá eðli þeirra gjósa hér upp með rógburði, illmælgi og einhverju sem á sér enga stoð í raunveruleikanum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. október 2024 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að kosningabaráttan er hafin,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í stuttu myndbandi núna seinni partinn.

Segist Inga koma aðeins koma stutt inn þar sem mikið sé að gera hjá Flokki fólksins.

„Ég er bara að koma til að senda kærleikskveðju til Össurar Skarphéðinssonar og vina hans í Samfylkingunni. Það er í rauninni dapurt að sjá eðli þeirra gjósa hér upp með rógburði, illmælgi og einhverju sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Össur Skarphéðinsson er ekki regluvörður Flokks fólksins, hann veit ekkert um innra starf Flokks fólksins, hann veit ekkert um hversu lýðræðislegt og fallegt starf Flokks fólksins er.

Fyrr í dag greindi DV frá skoðun Össurar þar sem hann sakaði Ingu um valdníðslu, eftir að ljóst er að Jakob Frímann Magnússon og Tómas Tómasson þingmenn Flokks fólksins, verða ekki í alþingiskosningum sem framundan eru 30. nóvember.

„Opinber brottrekstur Jakobs Frímanns (og Tomma í Búllunni) úr framboði er ekki aðeins ólýðræðislegur gjörningur hjá leiðtoga sem alltaf er með túlann fullan af lýðræðishjali heldur hreinasta valdníðsla af hennar hálfu. Það sést gjörla þegar rennt er yfir einföld og skýr lög Flokks fólksins á heimasíðu hans,“ segir Össur meðal annars.

Sjá einnig: Össur les yfir Ingu Sæland eftir brotthvarf Jakobs og Tómasar – Með ólíkindum að svona gerist á Íslandi á þriðja áratugi 21. aldarinnar

Inga segir í myndbandinu sýni að Össur hafi ekki hugmynd um:

„Hversu smurð og falleg okkar kosningavél er og hvað við höldum þétt utan um hvert annað í allri okkar baráttu. Þannig að ég segi bara:

„Áfram veginn og Össur Skarphéðinsson líttu þér nær og hugaðu að þinni eigin kosningabaráttu og lofaðu öðrum að fá að vera í friði sem finna gull á alveg nýju miði. Áfram veginn.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorgerður Katrín leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi

Þorgerður Katrín leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi
Eyjan
Í gær

Ingvar leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi

Ingvar leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur tekur annað sætið – „Ég kem að borðinu með býsna drjúga reynslu“

Dagur tekur annað sætið – „Ég kem að borðinu með býsna drjúga reynslu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný könnun: Viðreisn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn – VG í kjallaranum

Ný könnun: Viðreisn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn – VG í kjallaranum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Víðir leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Víðir leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hanna Kata og Obba leiða lista Viðreisnar í Reykjavík

Hanna Kata og Obba leiða lista Viðreisnar í Reykjavík