Live Science skýrir frá þessu og bendir á að myndirnar sýni hvaða toll það tekur að aka um yfirborð Mars í 12 ár.
Curiosity lenti á Mars þann 5. ágúst 2012 og var reiknað með að bíllinn yrði nothæfur í eitt til tvö ár. En það er svo sannarlega hægt að segja að hann hafi gert gott betur en það því hann hefur nú verið á ferðinni í 12 ár. Á þessum árum hefur hann lagt 32 kílómetra að baki og hefur eingöngu haldið sig í Gale gígnum þar sem hann lenti.
Vísindamenn hafa notað bílinn til að rannsaka skýin á Mars, leitað að ummerkjum um líf og fylgst með fjarhlið sólarinnar. Bíllinn hefur séð margt skrýtið á Mars, þar á meðal stein sem líkist bók, steinblóm, Star Trek merki og dularfullar „geimdyr“.