fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Pressan

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Pressan
Miðvikudaginn 23. október 2024 22:00

Vöruhúsið í Birmingham. Mynd:Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska hryðjuverkalögreglan er nú að rannsaka hvort rússneskir njósnarar hafi sent sprengju með flugvél til Bretlands. Sprengjan orsakaði síðan eldsvoða í vöruhúsi í Birmingham.

Metro segir að kviknað hafi í pakka í vöruhúsi DHL í Minworth í Birmingham þann 22. júlí. Pakkinn hafði komið þangað með flugi. Eldurinn er sagður hafa verið svo mikill að ef hann hefði komið upp í flugvél hefði hann getað valdið miklu tjóni á henni.

Enginn meiddist í eldsvoðanum í Minsworth og náðu starfsmenn og slökkviliðsmenn að slökkva hann.

DHL segir að pakkinn hafi verið sendur frá Litháen.

Eldsvoðinn vakti ákveðnar grunsemdir þegar fréttist að nánast samskonar atburður hefði átt sér stað í vöruhúsi DHL í Leipzig í Þýskalandi. Þar kom eldurinn upp í pakka skömmu áður en setja átti hann um borð í flugvél. Það vildi til að brottför vélarinnar seinkaði og því kom eldurinn upp áður en vélin fór í loftið. Ef hún hefði farið á loft á réttum tíma hefði eldurinn kviknað þegar hún var á flugi og hún „hefði hrapað“ sagði Thomas Haldenwant, forstjóri þýsku leyniþjónustunnar, við þingnefnd í síðustu viku.

Ken Mcallum, forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5, sagði nýlega að rússneskar leyniþjónustustofnanir væru að reyna að valda óróleika í Bretlandi og Evrópu. Nú þegar hafi íkveikjur, skemmdarverk og fleira verið framið.

Í mars kviknaði í vörugeymslu í Lundúnum en hún er í eigu fyrirtækis sem tengist Úkraínu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í henni. Sjö menn liggja undir grun um að hafa kveikt í húsinu og eru þeir allir taldir hafa tengsl við Rússland.

Eldur kom upp í verslunarmiðstöð í Varsjá í Póllandi í maí og sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, þá að „mjög líklega“ hefðu rússneskir skemmdarverkamenn verið að verki.

Alvarlegasta málið fram að þessu er þó líklega fyrirætlun Rússa um að myrða Armin Papperger, forstjóra þýska vopnaframleiðandans Rheinmetall. Bandarískar leyniþjónustustofnanir gripu inn í fyrirætlanir Rússa í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsóknir sýna tengsl á milli hæðar og tortryggni: Lágvaxnir upplifa aukna viðkvæmni og vantraust

Rannsóknir sýna tengsl á milli hæðar og tortryggni: Lágvaxnir upplifa aukna viðkvæmni og vantraust
Pressan
Í gær

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Walmart vindur upp á sig – Móðir starfsmanns fann hann læstan í ofninum og það var engin leið að slökkva

Harmleikurinn í Walmart vindur upp á sig – Móðir starfsmanns fann hann læstan í ofninum og það var engin leið að slökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir fer í hart í kjölfar þess að sonur hennar svipti sig lífi eftir að hann varð ástfanginn af spjallmenni

Móðir fer í hart í kjölfar þess að sonur hennar svipti sig lífi eftir að hann varð ástfanginn af spjallmenni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður