fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Pressan

Öryggisvörðurinn var ekki allur þar sem hann var séður

Pressan
Miðvikudaginn 23. október 2024 03:30

Nasir Ahmad Tawhedi. Mynd:Homeland Security

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var 27 ára afganskur karlmaður, Nasir Ahmad Tawhedi, handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í Bandaríkjunum fyrir að hafa komist yfir vopn sem hann hugðist nota við hryðjuverkaárás á kjördeginum 5. nóvember.

Maðurinn, sem býr í Oklahoma, var handtekinn af alríkislögreglunni FBI þegar hann var að kaupa vopn. Þegar gæsluvarðhaldskrafan yfir honum var tekin fyrir komu nýjar upplýsingar fram. Til dæmis um að maðurinn og mágkona hans voru að undirbúa að „deyja sem píslarvætti“ í árás á kjördag.

Málið kemur upp á tíma þar sem staða öryggismála í Bandaríkjunum er viðkvæm. Stutt er í forsetakosningarnar, Rússar dæla lygum yfir Bandaríkjamenn, reynt hefur verið að ráða Donald Trump af dögum og Íranar eru sagðir vilja hann feigan. Þess utan óttast margir að öfgasinnaðir Bandaríkjamenn muni grípa til þess að fremja hryðjuverk.

Afganinn kom til Bandaríkjanna 2021 en hann hafði fengið sérstaka vegabréfsáritun sem Afganar, sem störfuðu fyrir bandaríska herinn í Afganistan. Hann hafði starfað sem öryggisvörður í herstöð í heimalandi sínu.

FBI segir að hann hafi svarið Íslamska ríkinu hollustu sína og þess utan tengist mál hans fyrirætlunum um hryðjuverk í Frakklandi en þar var einn handtekinn í september vegna þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsóknir sýna tengsl á milli hæðar og tortryggni: Lágvaxnir upplifa aukna viðkvæmni og vantraust

Rannsóknir sýna tengsl á milli hæðar og tortryggni: Lágvaxnir upplifa aukna viðkvæmni og vantraust
Pressan
Í gær

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Walmart vindur upp á sig – Móðir starfsmanns fann hann læstan í ofninum og það var engin leið að slökkva

Harmleikurinn í Walmart vindur upp á sig – Móðir starfsmanns fann hann læstan í ofninum og það var engin leið að slökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir fer í hart í kjölfar þess að sonur hennar svipti sig lífi eftir að hann varð ástfanginn af spjallmenni

Móðir fer í hart í kjölfar þess að sonur hennar svipti sig lífi eftir að hann varð ástfanginn af spjallmenni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður