fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Eyjan

Máni gefur ekki mikið fyrir þingmenn í almennri vinnu – „Get talið á fingrum annarrar handar“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. október 2024 19:45

Máni Pétursson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem mér finnst vanta hérna verulega er svona hardcore frjálshyggjuflokkur, sem er bara: „Fyrirgefðu það eru ekki til peningar fyrir þessu, við erum ekki að fara að eyða þessu, við erum ekki að fara að byggja þetta, það eru ekki til peningar fyrir þessu. Gleymið þessu. Það er ekki til neitt sem heitir ábyrg fjármálastjórnun hjá ríkinu eða neins staðar,“

segir Máni Pétursson fjölmiðlamaður í Spjallinu hjá Frosta Logasyni.

Máni segir stjórnmálamenn alltaf hugsa um það að þeir komist næstu fjögur ár á þingið svo þeir geti fengið bitlinginn sinn.

„Frosti hugsaðu þér horfðu yfir þingið sem er þarna núna, bara almennt. Ég væri til í að ráða þennan mann, á sömu launum og hann er með á þingi, hjá mér, sagði enginn aldrei. Ég hugsa; menn sem myndu geta rifið miða fyrir mig á tónleika sem ég er að selja, ég get talið á fingrum annarrar handar, fólk sem er þarna inni, sem ég myndi treysta til að ráða í það djobb,“

segir Máni sem er eigandi umboðsskrifstofunnar Paxel. Hann segir að þegar hann horfi á lista stjórnmálaflokka eigi hann erfitt með að ímynda sér að þessir einstaklingar fengu sömu laun, og þeir fá á þingi, annars staðar.

„Það eru ég og þú sem erum að halda þessu fólki í vinnu. Ég er til í að borga fyrir kennara, ég er til í að borga fyrir heilbrigðiskerfið, löggæslu og dómsstig. Ég er til í að borga fyrir þessa hluti. Ég er líka jafnvel til í að borga þingmönnum einhver smá laun upp á það að gera. En alla þessa vinnu og þetta endalaust lag af fitu, þetta er bara galið.“

Aðspurður segir Frosti að sá flokkur sem hann sjái helst fyrir sér og hann treysti til að taka á þessu máli sé Miðflokkurinn, þó hann hafi ekki séð þá tala um að lækka laun opinberra starfsmanna þá séu þeir á því að minnka báknið.

„Þetta er líka spurning um, heyrðu getum við búið til nýja skatta, og þá er ég ekki að tala um nýja vonda skatta heldur nýja góða skatta. Hlutir sem frjálshyggjuflokkar kæmu með. Eins og til dæmis veðmálafyrirtæki, það liggja fleiri milljarðar í skatttekju þar, það eru allir að gambla á netinu. Ríkið, þeir eru svo miklar rolur, þeir eru ekki enn búnir að klára það. Sama með auglýsingar á áfengi. Þarna búum við til aukatekjur.“

Hlusta má á viðtalið við Mána í heild sinni á Brotkast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu