fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

„Ég djóka alltaf með það í dag að ég hafi gengið á eftir honum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 27. október 2024 09:00

Selma Soffía Guðbrandsdóttir og Axel Clausen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsstjórnandinn og athafnakonan Selma Soffía Guðbrandsdóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Hún kynntist ástinni í fyrra og grínast stundum með að hún hafi gengið á eftir honum. Það tók hana tíma að læra að vera í heilbrigðu sambandi, en þegar hún var yngri var hún í sjö ára ofbeldissambandi sem hafði langvarandi áhrif á hana. Með mikilli sjálfsvinnu tókst henni að komast á betri stað en þegar hún byrjaði með kærastanum áttaði hún sig á því að hún þyrfti faglega aðstoð til að vinna úr því sem á undan hafði gengið.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hér til að hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Selma flutti til Barcelona fyrir nokkrum árum og síðan til Marbella. Hún flutti aftur til Íslands í mars í fyrra og kynntist fljótlega kærasta sínum, Axel Clausen. Axel er eigandi Umami Sushi og var í Kokkalandsliði Íslands.

Selma vissi hver hann var en þau eiga fyndna forsögu sem Axel var búinn að steingleyma. Hún fer nánar út í hana spilaranum hér að ofan.

Selma Soffía Guðbrandsdóttir.

Mörg ár liðu og sáust þau ekki fyrr en í fyrra þegar Selma var komin aftur á klakann.

Hún byrjaði að vinna á veitingastað í B29, mathöllinni í Borgartúni, en þar er einnig Umami Sushi til húsa. Selma fljótlega eftir honum og varð spennt þegar hún sá að hann hafi byrjað að fylgja henni á Instagram og líka við Story hjá henni. En svo fór það ekki lengra.

„Ég er þannig týpa að mér finnst gæinn ekki þurfa að eiga fyrsta orðið. Ef ég vil eitthvað þá sækist ég í það,“ segir Selma, sem tók málin í eigin hendur og byrjaði að senda honum skilaboð.

Tvöfalt stefnumót

„Ég djóka alltaf með það í dag að ég hafi gengið á eftir honum. En svo loksins kom til þess að hann sendi á mig, alveg upp úr þurru, hvort ég vildi koma á tvöfalt stefnumót með vinum hans á Oto, með svona klukkustundar fyrirvara á einhverjum miðvikudegi. Ég sagði: „Já, ég kem.“ Hann sagði við mig eftir á að hann hafi verið að vona að ég myndi segja nei því hann var svo stressaður,“ segir hún og hlær.

Kvöldið var skemmtilegt og markaði upphafið að hamingjuríku ástarsambandi. Þau eru í sambúð og eru að stofna fyrirtæki saman. Axel á tvö börn úr fyrri samböndum.

„Þetta gerðist allt mjög náttúrulega. En ég vil samt meina að ef ég hefði ekki gengið á eftir honum þá hefði hann örugglega enn verið að læka myndirnar mínar,“ segir hún hlæjandi.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Selma🤍 (@selmasoffia)

„Holy shit, ég þarf að fara til sálfræðings“

Selma segir að upphaf sambandsins hafi verið viss áskorun. Þegar þau byrjuðu saman varð henni ljóst að hún þyrfti að fara til sálfræðings.

„Ég hef alltaf verið þannig: „Æi, ég þarf ekki að fara til sálfræðings,“ sem er fyndið því ég er lærður sálfræðingur sjálf. En ég taldi mig ekki þurfa að fara, að ég væri svo sterk og gæti gert þetta allt sjálf,“ segir hún.

„En svo fór ég í heilbrigt samband og ég var bara: „Holy shit, ég þarf að fara til sálfræðings.““

Selma nefnir dæmi. „Hann var byrjaður að benda mér á það en ég triggeraðist mjög oft þegar ég var í glasi, sem að meikaði sens eftir á að hyggja, því oft þegar vondir hlutir gerðust í fyrra sambandi þá vorum við drukkin. Það var svo margt sem ég bjóst við að hann myndi gera, sömu hluti og fyrrverandi gerði, eins og það væru eðlilegir hlutir.“

Parið.

„Mér fannst þetta of gott til að vera satt“

Selma segir að Axel hafi verið henni stoð og stytta á þessum tíma og sýnt, bæði með orðum og hegðun, að hann væri ekki sami maður og fyrrverandi og væri ekki að fara að gera sömu hluti.

„Ég var bara ekki að skilja að einhver gæti verið svona góður,“ segir hún og bætir við að hún hafi hugsað að eitthvað hljóti að hanga á spýtunni. „Mér fannst þetta of gott til að vera satt.“

Selma fór til sálfræðings og byrjaði á kvíðalyfjum, sem hún segir að hún hefði átt að gera fyrir löngu.

„Mér leið miklu betur,“ segir hún og hvetur fólk til að sækja sér faglegrar aðstoðar í þessum sporum.

Selma ræðir þetta nánar í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlustaðu á Spotify.

Hægt er að fylgja Selmu á Instagram og TikTok. Smelltu hér til að hlusta á Skipulagt Chaos.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Hide picture