fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Dóra Björt greinir frá ADHD og einelti kennara – „Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 22. október 2024 13:30

Dóra Björt Guðjónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og frambjóðandi í prófkjöri Pírata til alþingiskosninga, er með ADHD. Þetta hafi haft mikil áhrif á hana í gegnum tíðina og hún verið lögð í einelti af kennurum.

Frá þessu greinir Dóra Björt í aðsendri grein á Vísi í dag.

„Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt,“ segir Dóra Björt í greininni. „Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman.“

Missir fyrir samfélagið

Dóra Björt segir að þessi gríma eigi það enn þá til að gægjast á svæðið en áhrifin hafi þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu.

Sjá einnig:

Dóra Björt vill á þing fyrir Pírata

„Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið,“ segir Dóra Björt. „En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig. Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm.“

Sálfræðiaðstoð rándýr en mikilvæg

Að sögn Dóru Bjartar hefur vinna með aðstoð sálfræðinga gert hana öruggari í sjálfri sér og hún náð að róa sinn innri gagnrýnanda. Þessi lífsgæði geri henni kleift að starfa áfram á vettvangi stjórnmálanna þar sem fólk þarf að geta sýnt sér mildi þegar gagnrýnin dynur á.

„Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár,“ segir Dóra Björt. „En það eru tímar hjá sálfræðingum hins vegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu