Enzo Maresca, stjóri Chelsea, mætti Liverpool í fyrsta sinn sem þjálfari á sunnudag en hans menn töpuðu 2-1 á Anfield.
Chelsea spilaði ágætlega í þessum leik en Maresca þekkir vel til Liverpool og leikmanna liðsins.
Maresca er fyrrum aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City en hann horfði eitt sinn á 38 leiki með Liverpool á einni viku.
Maresca var flottur leikmaður á sínum tíma en hann er í dag gríðarlega metnaðarfullur þjálfari.
,,Fyrir fjórum eða fimm árum þegar ég hætti að spila og var að byrja að þjálfa þá horfði ég á 38 leiki með Liverpool á einni viku,“ sagði Maresca.
,,Ég vildi læra og fara yfir hvernig þeir unnu undir fyrrum stjóra sínum. Ég þekki Liverpool vel því ég hef horft á þá margoft.“