Nott. Forest 1 – 0 Crystal Palace
1-0 Chris Wood(’65)
Nottingham Forest vann eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið fékk Crystal Palace í heimsókn.
Heimaliðið lyfti sér upp í áttunda sæti deildarinnar með sigrinum en Chris Wood gerði eina markið í seinni hálfleik.
Forest er fyrir ofan lið eins og Newcastle og Manchester United og þá með jafn mörg stig og Tottenham.
Palace er í miklum vandræðum og hefur enn ekki unnið leik fyrstu átta umferðirnar og er með þrjú stig í fallsæti.