fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Fréttir

Stjórn RÚV klofnaði í tvennt vegna endurráðningar Stefáns – „Með réttu hefði átt að auglýsa stöðuna“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. október 2024 20:30

Ekki var einhugur um endurráðningu Stefáns, langt því frá reyndar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var greint frá því að Stefán Eiríksson hefði verið endurráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. Næstum helmingur stjórnarinnar vildi auglýsa stöðuna.

Ingvar Smári Birgisson, lögmaður og varaformaður í stjórn RÚV, greinir frá atkvæði sínu í færslu á samfélagsmiðlum núna í kvöld. En hann var einn af fjórum stjórnarmönnum sem vildu auglýsa stöðu útvarpsstjóra lausa.

„Stjórn Ríkisútvarpsins tók nú á dögunum ákvörðun með minnsta mögulega meirihluta um að endurráða útvarpsstjóra án auglýsingar,“ segir Ingvar Smári, sem var áður formaður Heimdallar og SUS.

„Ég var á þeirri skoðun, ásamt þremur öðrum stjórnarmönnum (samtals 9 í stjórninni), að með réttu hefði átt að auglýsa stöðuna, enda samræmast slík vinnubrögð best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins,“ segir Ingvar Smári.

Hinir sem vildu fara þessa leið voru Diljá Ámundadóttir Zoega, Rósa Kristinsdóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir.

Létu þau bóka:

„Sú leið að auglýsa stöðu útvarpsstjóra samræmist best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins. Með því að auglýsa stöðuna má auka traust og tiltrú almennings gagnvart stofnuninni til framtíðar.“

Endurráðinn eftir aukafund

Fimm stjórnarmenn samþykktu að endurráða Stefán. Það voru formaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, Mörður Áslaugarson, Margrét Tryggvadóttir, Aron Ólafsson og Þráinn Óskarsson.

Málið var tekið fyrir á stjórnarfundi þann 25. september og þá töldu stjórnarmenn sig þurfa frekari upplýsingar um hvort þeir myndu nýta heimild í lögum til að endurráða Stefán, sem var skipaður til fimm ára í janúar árið 2020.

Var því aukafundur haldinn þann 3. október þar sem Stefán var beðinn að senda stjórn greinargerð um áherslur sýnar og framtíðarsýn fengi hann umboð til þess að stýra stofnuninni áfram. Það gerði hann og samþykktu stjórnarmennirnir fimm að endurráða hann á fundi 17. október. Málið verður þó formlega afgreitt á stjórnarfundi RÚV þann 30. október.

Stefán, sem áður var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og borgarritari Reykjavíkurborgar, hafði greint frá því að hann myndi hætta sem útvarpsstjóri að loknum skipunartíma sínum. Bjuggust þá sumir við því að hann hygði á feril í stjórnmálum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar ræða ofbeldisölduna sem ríður yfir landið – „Hver andskotinn er í gangi“

Íslendingar ræða ofbeldisölduna sem ríður yfir landið – „Hver andskotinn er í gangi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona mikið mun reikningurinn vegna forsetaskiptanna hækka

Svona mikið mun reikningurinn vegna forsetaskiptanna hækka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valgeir telur sig hlunnfarinn og veltir fyrir sér hvort hann sé heiðraður eða lítilsvirtur

Valgeir telur sig hlunnfarinn og veltir fyrir sér hvort hann sé heiðraður eða lítilsvirtur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Naumlega tókst að forðast mikinn árekstur í Vestmannaeyjahöfn – Skipstjóri Herjólfs fór ekki að beiðni hafnsögumanns

Naumlega tókst að forðast mikinn árekstur í Vestmannaeyjahöfn – Skipstjóri Herjólfs fór ekki að beiðni hafnsögumanns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður 2006 fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið föður sinn – Situr nú í gæsluvarðhaldi vegna andláts móður sinnar

Ákærður 2006 fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið föður sinn – Situr nú í gæsluvarðhaldi vegna andláts móður sinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvað finnst Norðmönnum um Íslendinga? „Við Norðmenn verðum einfaldlega að hneigja okkur“

Hvað finnst Norðmönnum um Íslendinga? „Við Norðmenn verðum einfaldlega að hneigja okkur“