Curtis Jones neitar því að hann hafi hent sér niður auðveldlega í gær er Liverpool mætti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Leiknum lauk með 2-1 sigri Liverpool en Jones fiskaði vítaspyrnu í leiknum og skoraði þá sigurmarkið.
Einhverjir telja að Jones hafi farið of auðveldlega niður í teig Chelsea en hann segist hafa fundið fyrir sparki frá Levi Colwill.
,,Ég hendi mér aldrei niður. Ég fann fyrir snertingu og fékk í jörðina og vítaspyrna var dæmd,“ sagði Jones.
Mohamed Salah tók spyrnu heimaliðsins og skoraði og lagði svo upp á Jones í seinni hálfleik til að tryggja sigur.