fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Metnaðarfullt verkefni NASA er hafið – Leita að lífi á tunglum Júpíters

Pressan
Sunnudaginn 27. október 2024 11:30

Júpíter Nærmyndir frá Voyager 1.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Europa Clipper geimfari bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA skotið á loft frá Kennedy Space Center á Cape Canaveral. Það á fyrir höndum langt ferðalag, 2,9 milljarða kílómetra, til Júpíters.

Þegar þangað er komið mun geimfarið eyða næstum fjórum árum í rannsóknir á ísilögðum tunglum gasrisans.

Í umfjöllun Sky News um málið kemur fram að allt frá því að Galileo geimfarið flaug fram hjá ístunglum Júpíters árið 1989 hafi vísindamenn haft mikinn áhuga á þeim og þá aðallega hvort líf sé að finna á þeim.

Galileo fann skýr merki um að yfirborð Ganymede, Calisto og Evrópu séu frosin. Undir yfirborðinu leynast líklega risastór vötn.

Stjarneðlisfræðingar telja að þar sem vatn er að finna, þar séu líkur á að finna líf.

Á Evrópu gæti verið vatn eða haf sem er það stærsta í sólkerfinu. Það er allt að 160 km djúpt og inniheldur tvöfalt meira vatn en öll höf jarðarinnar til samans. Það er því engin furða að vísindamenn telji þetta vænlegasta kostinn til að leita að lífi.

Europa Clipper mun nota níu mælitæki til að rannsaka yfirborð tunglanna, við rannsóknir á lofthjúp þeirra, mæla þykkt íssins, staðfesta að vatn sé að finna á þeim og reyna að mæla dýpt þeirra og saltinnihald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu
Pressan
Í gær

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaðurinn í Magdeburg – Er hann í raun læknir?

Óhugnaðurinn í Magdeburg – Er hann í raun læknir?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti maturinn þegar timburmenn herja á

Þetta er besti maturinn þegar timburmenn herja á