Edin Dzeko hefur skotið á sitt fyrrum félag Inter Milan en hann yfirgaf ítalska stórliðið á síðasta ári.
Dzeko er 38 ára gamall í dag en hann spilaði með Inter í tvö ár áður en hann gerði samning við Fenerbahce í Tyrklandi.
Dzeko skilur ekki af hverju Inter ákvað að losa sig í fyrra en félagið vildi frekar treysta á Romelu Lukaku sem var sjálfur farinn stuttu seinna.
,,Fyrst þeir tóku þessa ákvörðun þá þýðir það að allir hafi verið sammála, stjórinn og stjórnin,“ sagði Dzeko.
,,Að mínu mati var þessi ákvörðun stórfurðuleg því þú gast haldið leikmanni sem byrjaði alla mikilvægu leikina og þar á meðal úrslitaleik Meistaradeildarinnar.“
,,Það hefði ekki kostað þá neitt og þá væri félagið með fjóra framherja til taks. Þetta var allt mjög skrítið að mínu mati.“