Bleðlar frá norrænum nýnasistasamtökunum Norðurvígi hafa sést undanfarið á Akureyri, í strætisvögnum. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum og eru bönnuð í Finnlandi.
Hefur skapast umræða um þetta á samfélagsmiðlum og harma netverjar að þurfa sjá slíka miða þegar þeir eru í strætisvögnum. Aðrir segjast alltaf plokka þá af þegar þeir sjá þá.
Norðurvígi, sem kallast á ensku Nordic Resistance Movement, eru samtök sem voru stofnuð í Svíþjóð en hafa starfsemi á öllum Norðurlöndunum. Þau voru bönnuð í Finnlandi árið 2019 eftir að meðlimur samtakanna stakk 12 ára barn af erlendum uppruna í verslunarmiðstöð.
Hér á Íslandi hafa meðlimir dreift bleðlum og plaggötum og árið 2019 komu meðlimir frá Norðurlöndunum til þess að taka stöðu á Lækjartorgi við litla hrifningu borgarbúa.
Í sumar skilgreindu bandarísk stjórnvöld Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök.