fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Pressan
Mánudaginn 21. október 2024 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Bretakonungur er í opinberri heimsókn í Ástralíu. Hann var mættur í þinghúsið til að ávarpa gesti þegar þingkona af áströlskum frumbyggjaættun, Lidia Thorpe, öskraði á hann. Thorpe öskraði í um mínútu áður en öryggisverðir fylgdu henni út. Hún sakaði konunginn um þjóðarmorð gegn áströlskum frumbyggjum og sagði svo: „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur.“

Öldungur af frumbyggjaættum, Aunty Violet Sheridan, hafði áður boðið konunginn velkominn og hún sagði Thorpe ekki tala fyrir alla frumbyggja og framkoma hennar væri til skammar. „Konungurinn er ekki heill heilsu. Hann er að gangast undir krabbameinsmeðferð og þurfti ekki á þessari uppákomu að halda. Ég kann að meta að fá hann hingað í það sem gæti verið hans síðasta heimsókn. Margir eru sammála mér hvað þetta varðar.“

Eftir þessa uppákomu gekk heimsókn Karls til þingsins áfallalaust fyrir sig. Thorpe sagði þó við fjölmiðla að hún hafi ætlað sér að senda konungnum skýr skilaboð. „Til að vera þjóðhöfðingi þá þarftu að vera af þjóðinni kominn. Hann kemur ekki héðan.“

Thorpe er sjálfstæður þingmaður frá Victoria og hún hefur barist fyrir því að ástralska ríkisstjórnin geri sáttmála við frumbyggja landsins. Enginn slíkur sáttmáli hefur verið gerður og hafa margir frumbyggjar bent á að þeir hafi aldrei samþykkt að framselja bresku krúnunni fullveldi sitt. Thorpe kallaði eftir því að Karl beitti sér fyrir slíkum sáttmála, en frumbyggjar muni aldrei beygja sig að fullu undir vald nýlenduherra. Hún hefur eins bent á að forfeður Karls hafi staðið fyrir fjölda- og þjóðmorði gegn frumbyggjum.

Ástralía er hluti af breska samveldinu. Þau hafa sína eigin ríkisstjórn en Karl konungur er þó þjóðhöfðingi þeirra. Áratugum saman hafa Ástralar deilt um stöðu sína undir bresku krúnunni. Árið 1999 fór fram þjóðaratkvæðisgreiðsla þar sem Ástralir fengu að taka afstöðu og höfnuðu því að verða sjálfstætt ríki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu