Allt breyttist þetta í nóvember 2020 þegar hundur réðst á hana og beit af henni efri vörina.
Brooklinn var í heimsókn hjá frændfólki sínu í Arizona þegar atvikið varð og var hundurinn, sem var af tegundinni pit bull, í eigu frænda hennar. Brooklinn hafði oft hitt hundinn og enn þann dag í dag hefur hún ekki hugmynd um hvað varð til þess að hann réðst á hana.
Hún var í viðtali við CBS nýlega þar sem hún ræddi atvikið.
Í viðtalinu rifjar hún upp þegar hundurinn stökk á hana með opinn kjaftinn og hún man greinilega eftir því að hafa séð eitthvað detta úr kjafti hans og á gólfið. „Ég áttaði mig ekki á því þá en þetta var efri vörin á mér,“ segir hún.
Var það ekki fyrr en hún dró fram símann sinn og opnaði myndavélina að hún sé hversu alvarleg meiðslin voru. Hún var flutt á sjúkrahús og vonaðist hún til þess að hægt yrði að sauma efri vörina aftur á. Það gekk því miður ekki og hefur Brooklinn þurft að gangast undir nokkrar lýtaaðgerðir á síðustu árum sem hafa kostað tugi milljóna króna.
Brooklinn segir að þó meiðslin hafi verið slæm og haft gríðarleg áhrif á útlit hennar og líf þá hafi aldrei neitt annað komið til greina en vera opinská með það. „Ég vildi deila minni sögu,“ segir hún og hefur hún leyft fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með bataferlinu.
Óhætt er að segja að læknum hafi tekist vel til við að græða sárin eins og myndin hér að neðan ber með sér.