fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar

Pressan
Mánudaginn 21. október 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þetta leyti fyrir fjórum árum var ekkert sem benti til annars en að Brooklinn Khoury ætti bjarta framtíð fyrir höndum. Þessi tvítuga stúlka hafði getið sér gott orð sem fyrirsæta og hafði meðal annars setið fyrir í Vogue og var einnig öflug á hjólabretti.

Allt breyttist þetta í nóvember 2020 þegar hundur réðst á hana og beit af henni efri vörina.

Brooklinn var í heimsókn hjá frændfólki sínu í Arizona þegar atvikið varð og var hundurinn, sem var af tegundinni pit bull, í eigu frænda hennar. Brooklinn hafði oft hitt hundinn og enn þann dag í dag hefur hún ekki hugmynd um hvað varð til þess að hann réðst á hana.

Hún var í viðtali við CBS nýlega þar sem hún ræddi atvikið.

Í viðtalinu rifjar hún upp þegar hundurinn stökk á hana með opinn kjaftinn og hún man greinilega eftir því að hafa séð eitthvað detta úr kjafti hans og á gólfið. „Ég áttaði mig ekki á því þá en þetta var efri vörin á mér,“ segir hún.

Var það ekki fyrr en hún dró fram símann sinn og opnaði myndavélina að hún sé hversu alvarleg meiðslin voru. Hún var flutt á sjúkrahús og vonaðist hún til þess að hægt yrði að sauma efri vörina aftur á. Það gekk því miður ekki og hefur Brooklinn þurft að gangast undir nokkrar lýtaaðgerðir á síðustu árum sem hafa kostað tugi milljóna króna.

Brooklinn segir að þó meiðslin hafi verið slæm og haft gríðarleg áhrif á útlit hennar og líf þá hafi aldrei neitt annað komið til greina en vera opinská með það. „Ég vildi deila minni sögu,“ segir hún og hefur hún leyft fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með bataferlinu.

Óhætt er að segja að læknum hafi tekist vel til við að græða sárin eins og myndin hér að neðan ber með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“