Algjört hrun hefur verið í leik Fram undanfarnar vikur, liðið hefur aðeins unnið tvo af tíu síðustu leikjum sínum í Bestu deild karla.
Fram að því hafði Fram unnið 6 af fyrstu 16 leikjum tímabilsins. Síðustu tíu leikir liðsins hafa farið fram frá því að ágúst gekk í garði.
Fram vann sigur á Stjörnunni í byrjun ágúst og svo gegn Fylki þegar neðri hluti Bestu deildarinnar fór af stað.
Liðið hefir tapað nokkrum leikjum illa og þar er hægt að nefna 7-1 tapið gegn KR á dögunum.
Frá 1. ágúst:
10 leikir
2 sigrar
7 töp
1 jafntefli