fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fókus

Regína átti læknatíma á 20 ára afmæli sonarins – Færði hann um dag viss um að fréttirnar yrðu slæmar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. október 2024 12:30

Regína Björk Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem ég tek mest út úr þessu ferli eru klappstýrurnar í mínu lífi. Ég hef alltaf hafa verið mjög rík af fjölskyldu og átt hrúgu af vinum en ég hugsa ég hafi aldrei gert mér grein fyrir hversu heppin ég er með þetta fólk í kringum mig og í rauninni hversu elskuð ég er.“

Regína Björk Jónsdóttir greindist með brjóstakrabbamein 43 ára gömul, í skærbleikum október, eins og hún lýsir því sjálf. Hún átti bókaðan tíma hjá lækni á 20 ára afmæli sonar síns sem hún fékk að færa um einn dag því hún vildi ekki skyggja á daginn, viss um að hún væri ekki að fá sérstaklega góðar fréttir.

Í ár er liðið ár frá því Regína Björk greindist og er hún krabbameinslaus.

Regína Björk segir sögu sína í tilefni af Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunartátaki Krabbameinsfélagsins, sem jafnan fer fram í október. Bleika slaufan er komin út í 25 sinn, hönnuð af Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Siggu Soffíu, sem greindist brjóstakrabbamein árið 2020 og þurfti að fara í lyfja- og geislameðferð og aðgerð.

,,Mér finnst skipta rosalega miklu máli að tala um krabbamein. Við eigum að hvetja vinkonur, systur, mæður, ömmur og öll sem eru með brjóst til þess að fara í skimun”.

Þessi afstaða hennar varð til þess að ein vinkona hennar fór heim sama dag og þreifaði sín brjóst þar sem hún fann hnút. Hún komast að í krabbameinsmeðferð í tæka tíð og er í meðferð á góðum batavegi.

,,Þannig að það skiptir öllu máli að halda þessu samtali opnu, tala um þetta og hvetja alla til þess að fara í skimun” segir Regína Björk með áherslu.

Í sínu ferli fannst henni frábært að hitta aðrar konur sem höfðu sigrast á krabbameininu, taka smá spjall með kafibolla eða í hádegismat og átta sig á hve það er frábært líf eftir krabbamein.

Það er eitthvað fallegt sem tengir okkur saman sem höfum gengið í gegnum þessa lífsreynslu. Maður finnur það að þegar maður gengur í gegnum þetta hvað maður fer að meta allt upp á nýtt, þroskinn fylgir þjáningunni. Það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að breytast frá maður greinist. Allt í einu skiptir umferð engu máli, ég er ara þakklát yfir að fá að vera í umferðinni. Það breytast einhvern veginn allar áherslur hjá manni og já ég er allavega ennþá hangandi þar,” segir Regína Björk og hlær.

,,Í dag er ég krabbameinslaus og var það í rauninni frá því ég fór í uppskurð. Ég er búin að fara í aðgerð, búin með lyf og ég er búin með geisla. Nú er ég í hinni stórskemmtilegu andhormónameðferð og verð í henni næsta áratuginn, þannig að það má búast við góðu partýi”.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“