fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Stallone bregður á leik og aðdáendur vilja meira

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. október 2024 11:06

Sylvester Stallone

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hasarmyndaleikarinn Sylvester Stallone er orðinn 78 ára, en slær þrátt fyrir það ekki slöku við.

Á föstudag birti hann myndband á Instagram þar sem sjá má hann stíga sporin við laga Smokey Robinson & The Miracle, More Love. Stallone myndi líklega ekki vinna danskeppni með þessari frammistöðu, en aðdáendur halda ekki vatni yfir myndbandinu og vilja meira. 

„Ég var að máta föt fyrir verðandi hlutverk þegar ég var myndaður, frábært lag samt.“ 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sly Stallone (@officialslystallone)

Stallone var greinilega ánægður með myndbandið og viðbrögðin og birti myndbandið aftur degi síðar með nýtt lag undir, Rambo eftir Bryson Tiller.

„Og bítið heldur áfram, Rambo tími!“ 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sly Stallone (@officialslystallone)

„Ég átti ekki von á Rambo sem dansara, en hann er ekki slæmur! Hreyfingarnar eru þarna, haltu áfram að dansa Sly,“ skrifaði einn aðdáandi hans.

Stallone er enn í fullu fjöri sem leikari, handrithöfundur og framleiðandi, fjórar kvikmyndir eru í vinnslu sem hann kemur að sem framleiðandi, handritshöfundur og/eða leikari. Önnur þáttaröð sjónvarpsþáttanna, Tulsa King, er í sýningu. Stallone er einn framleiðenda og leikur aðalhlutverkið, fyrrum mafíaforingjann Dwight The General Manfredi, sem losnar úr fangelsi eftir 25 ár og flytur til Tulsa í Oklahoma þar sem hann tekur upp fyrri iðju og kemur á fót glæpaveldi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“