Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports telur að Mohaned Salah muni skrifa undir nýajn samning við félagið. Hann bendir á tölfræði máli sínu til stuðnings.
Samningur Salah rennur út næsta sumar en Carragher telur að þessi 32 ára sóknarmaður muni skrifa undir nýjan samning.
„Salah hefur auga á Henry og Lampard,“ sagði Carragher.
Þannig er Salah með 160 mörk í ensku deildinni og er níunda markahæsti leikmaður í sögu deildarinnar.
Hann er tveimur mörkum á eftir Jermain Defoe, þrettán mörkum á eftir Thierry Henry og fimmtán mörkum á eftir Frank Lampard.
„Tölfræði eins og þessi eru ástæða þess að ég tel að Salah verði áfram hjá Liverpool.“