fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Móðir Thelmu var dagdrykkju- og útigangskona – „Sagan hennar á aldrei eftir að enda vel“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. október 2024 10:00

Thelma Björk Brynjólfsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður syrgir rosalega mikið það sem hefði getað orðið, ef hún hefði náð sér á strik og verið edrú. Ég sakna þess að eiga mömmu, og ég vildi óska að hún hefði getað verið amma fyrir börnin mín. Sagan hennar á aldrei eftir að enda vel.“

segir Thelma Björk Brynjólfsdóttir, sem er fimmtug,  tveggja barna móðir og leikskólakennari, í viðtali við Vísir. Í viðtalinu segir Thelma sögu móður sinnar og frá brotnum heimilisaðstæðum á æskuheimili sínu. 

Thelma ólst upp við brotnar heimilisaðstæður. Foreldrar hennar voru bæði dagdrykkjufólk og eftir skilnað þeirra flutti Thelma og tveir yngri bræður hennar með móður þeirra frá Ísafirði til Akureyrar. Þar missti móðir hennar algjörlega tökin á drykkjunni.

Var tíu ára farin að bera ábyrgð á yngri bræðrum sínum

Thelma var aðeins tíu ára þegar hún var farin að taka ábyrgð á yngri bræðrum sínum og ljúga fyrir móður sína til að passa hana og passa upp á ímynd hennar. Barnaverndaryfirvöld höfðu reglulega afskipti af heimilinu á þessum tíma. Móðir Thelmu fór í fyrstu meðferðina þegar Thelma var 13 ára.

„Ég man hvað ég var sár og reið út í hana þegar hún fór þarna fyrst. Ég var auðvitað búin að vera ljúga stanslaust fyrir hana og fannst hún núna vera búin að koma mér í klandur.“ 

Flutti að heiman 16 ára

Thelma flutti að heiman 16 ára gömul, flutti til Reykjavíkur, fékk sér vinnu og leigði íbúð. Á sama tíma var móðir hennar og kærasti hennar búin að drekka allt frá sér, og móðir hennar missti húsnæði sitt og forræðið yfir yngri syni sínum, flutti til Reykjavíkur og beint á götuna.

Meðan Thelma byggði upp líf sitt, eignaðist mann og tvo börn, var móðir hennar útigangskona. 

„Hún fékk sínar örorkubætur, sem fóru auðvitað allar í áfengi. Hún fékk mat hjá Samhjálp, og stundum fékk hún ókeypis mat hjá veitingastöðum í bænum. Hún var held ég með þeim sem fyrstu sem fóru inn á Konukot á sínun tíma. Annars var það bara lögreglustöðin, eða þá að hún hélt til heima hjá hinum og þessum sem voru í sama rugli. Hún fékk úthlutað íbúð nokkrum sinnum en endaði alltaf á því að missa húsnæðið, enda greiddi hún aldrei leiguna og var heldur ekki ákjósanlegur nágranni, henni fylgdi stöðugt partýstand og ónæði.“

Móðirin sat yfir líki sambýlismanns síns í fjóra daga

Thelma rifjar upp þegar móðir hennar og þáverandi kærasti hennar voru búsett í félagslegri íbúð í Breiðholti. Dag einn fékk Thelma símtal frá bróður sínum um að sambýlismaður móður þeirra væri látinn. 

„Lögreglan fann hann inni í íbúðinni þar sem hann var búinn að liggja látinn í nokkra daga og mamma var þar líka. Hann og mamma höfðu verið á fylleríi og mamma hafði farið í einhverskonar geðrofsástand. Hún var semsagt búin að sitja yfir líki í fjóra sólarhringa.“

Í kjölfarið var móðir Thelmu svipt sjálfræði og vistuð á geðdeild í marga mánuði. Í dag býr hún á Droplaugarstöðum við Snorrabraut í Reykjavík. 

Thelma er ekki sammála því að heimilislausir Íslendingar eigi að hafa forgang fram yfir flóttamenn og hælisleitendur þegar kemur að búsetuúrræðum. Segir hún flóttafólk missa allt, sem sé ekki þeirra val, móðir hennar hafi haft val. 

„En hún hætti ekki að drekka eftir atvinnumissi, hún hætti ekki eftir að hafa misst forræði yfir bōrnunum sínum, hún hætti ekki eftir að hafa fengið íbúð, hún hætti ekki eftir margar meðferðir, hún hætti ekki þótt hún fengi herbergi á Snorrabraut fyrir konur sem máttu vera í neyslu. Hún vildi ekki eyða peningunum sínum í leigu, rafmagn og húsgögn. Hún vildi áfengi fyrir allan peninginn.

Hvort viltu frekar hafa sem nágranna: manneskju á flótta undan stríði og hörmungum eða langt leiddan fíkil sem er búinn að vera á götunni í mörg ár? Ég veit að það er ljótt að segja þetta, en þetta er sannleikurinn. Þegar kemur að umræðunni um flóttafólk og hælisleitendur er oft minnst á kostnaðinn sem fylgir. Móðir mín er búin að vera baggi á þjóðfélaginu í mörg ár. Allar meðferðirnar, öll úrræðin sem hún hefur fengið og hitt og þetta hefur kostað þjóðfélagið margar milljónir.“

Viðtalið við Thelmu má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“