fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fréttir

Brynjar sorgmæddur en segist ekki ætla að skipta um flokk

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. október 2024 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, er sár og svekktur yfir því að Sigríður Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, hafi ákveðið að gefa kost á sér fyrir Miðflokkinn fyrir komandi kosningar.

Brynjar gerði þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gær.

„Margt merkilegt og áhugavert kom fram í Sprengisandi nú áðan. Fyrst sú sorgarfrétt að Sigríður Andersen ætlaði í framboð fyrir Miðflokkinn. Aldrei datt mér í hug að Sigga mín fær fram fyrir miðjuflokk. En það var huggun harmi gegn að hún ætlar að tala fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins sem aldrei fyrr. Sjálfur er ég ekki að fara í Miðflokkinn og þótt ég hafi þó nokkuð sjálfstæði í hjónabandinu nær það ekki svo langt,“ sagði Brynjar.

Í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í gær sagði Sigríður að hugmyndin um að hún gengi til liðs við Miðflokkinn væri í sjálfu sér ekki nýtilkomin. Sagði hún meðal annars að hún hafi fylgst vel með stjórnmálunum að undanförnu.

„Ég hef lýst skoðunum mínum á einstökum málum og stefnu ríkisstjórnarinnar og hef fundið allt kjörtímabilið að áhugi er á þeim sjónarmiðum sem ég hef haldið á lofti,” sagði hún og bætti við að þingmenn Miðflokksins hefðu allt þetta kjörtímabilið talað í samræmi við hennar sjónarmið í mörgum málum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd