Hefur Daniel boðið hverjum þeim sem kemur lifandi ísraelskum gísl heim til síns hundrað þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar fjórtán milljónir króna. Daniel birti myndband á samfélagsmiðlum um helgina þar sem hann biðlaði til „góða fólksins“ á Gasa.
Í myndbandinu benti Daniel á að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði boðið friðhelgi ef gíslum yrði skilað. Daniel vill hins vegar ganga lengra til að tryggja lausn þeirra sem enn eru í haldi rúmu ári eftir innrás Hamas í Ísrael þann 7. október í fyrra.
Daniel segir að hægt verði að fá greitt í Bitcoin eða reiðufé en tilboðið renni út á miðnætti á miðvikudag. „Þetta er búið að vera skelfilegt ár en nú er tími til að horfa fram á veginn,“ sagði hann og hvatti áhugasama til að vera í sambandi við hann í gegnum Telegram-síðu hans.
Talið er að ríflega hundrað ísraelskir gíslar séu enn í haldi á Gasa en óvíst er hversu margir þeirra eru enn á lífi.