HK vann ótrúlegan sigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti Fram á heimavelli eða í Kórnum.
Útlit var fyrir að þessum leik myndi enda með 1-1 jafntefli en HK lenti undir í fyrri hálfleik en var ekki lengi að svara fyrir sig.
Staðan var jöfn þar til á 98. mínútu er Þorsteinn Aron Antonsson kom boltanum í netið eftir aukaspyrnu.
Ótrúleg dramatík í Kórnum og eru stigin mikilvæg fyrir HK sem er nú búið að jafna Vestra að stigum fyrir lokaumferðina.
Vestri er þó með töluvert betri markatölu og fær Fylki í heimsókn en KR er andstæðingur HK.
HK 2 – 1 Fram
0-1 Alex Freyr Elísson(’20)
1-1 Birnir Breki Burknason(’22)
2-1 Þorsteinn Aron Antonsson(’98)
Fylkir 0 – 1 KR
0-1 Aron Sigurðarson(‘4)