Aðstoðarmaður Thomas Tuchel, Zsolt Löw, mun ekki fylgja þeim þýska er hann tekur við enska landsliðinu.
Frá þessu var greint í gær en Löw og Tuchel hafa unnið saman undanfarin sex ár í þremur löndum.
Tuchel hefur verið aðalþjálfari Paris Saint-Germain, Chelsea og Bayern Munchen en hefur nú samþykkt að taka við Englandi.
Aðstoðarmaðurinn tryggi Löw kemur ekki með Tuchel til Englands og ætlar að róa á önnur mið.
Talið er að Löw hafi ekki áhuga á að starfa í landsliðsfótbolta og mun frekar leita sér að nýju félagsliði.