Það var kínverska fyrirtækið Realme sem þróaði hleðslutæknina sem hefur fengið nafnið „320W SuperSonic Charge“.
Fyrir var hraðasta hleðslutækið frá Redmi en það getur fullhlaðið farsíma á 4 mínútum og 55 sekúndum. Enginn gat slegið það met þar til nú.
Með nýju tækninni er hægt að koma hleðslu farsíma upp í 26% á einni mínútu og tæplega 50% á tveimur mínútum. Það tekur síðan fjóra og hálfa mínútu að fullhlaða símann.