Tyler Jones, talsmaður auðlindaráðuneytis ríkisins, skýrði frá þessu í samtali við ABC en það er ráðuneytið sem sér um rekstur ferjunnar sem siglir á milli eyjunnar og fastalandsins.
Margir voru fluttir á sjúkrahús og mikil leit fór fram á slysstað.
Talið er að um tuttugu manns hafi verið á landganginum þegar hann hrundi.
Ekki er vitað hvað olli því að hann hrundi en rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.