fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Dæmd í ævilangt fangelsi – Hengdi börnin sín

Pressan
Mánudaginn 21. október 2024 07:30

Lisa Snyder

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokapunkturinn var settur aftan við hryllilegt mál í gær þegar hin 41 árs Lisa Snyder var dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt börnin sín tvö. Þau voru 4 og 8 ára.

NBC News segir að börnin, Brinley 4 ára og Connor 8 ára, hafi fundist hengd í kjallaranum heima hjá þeim. Þau voru meðvitundarlaus þegar að var komið og voru síðan úrskurðuð látin á vettvangi.

NBC News segir að Lisa hafi ekki sýnt nein svipbrigði þegar dómsorðið var lesið upp.

Hún byggði vörn sína á að það hafi verið Connor, sem var að hennar sögn í sjálfsvígshugleiðingum, sem hafi hengt Brinley og síðan sjálfan sig.

En dómstóllinn keypti þessa skýringu ekki. Dómarinn lagði áherslu á það í dómsorði að Lisa hafði leitað sér að upplýsingum um sjálfsvíg, hengingar og morð á netinu áður en börnin létust. Hann sagði þess utan að engar sannanir hafi fundist fyrir meintri vanlíðan Connor.

 

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Arnar fær ekki starfið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt