fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Maresca staðfestir að England sé að eltast við hans menn

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. október 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að enska knattspyrnusambandið sé að reyna við starfsmann félagsins.

Sá aðili heitir James Melbourne en Thomas Tuchel hefur verið ráðinn þjálfari Englands og mun taka við þann 1. janúar – hann er fyrrum stjóri Chelsea og þekkir til Melbourne.

Fleiri nöfn Chelsea gætu verið á óskalista Englands en Maresca vildi aðeins staðfesta áhuga á Melbourne að svo stöddu.

,,Ég veit að þeir hafa rætt við einn af okkar mönnum, einn af þeim sem leikgreinir fyrir okkur,“ sagði Maresca.

,,Við erum nokkuð opin fyrir því að leyfa fólki að fara og taka á skarið ef það er þeirra vilji.“

,,Ég hef líka heyrt sögur af Hilario [markmannsþjálfara] en það hefur enginn sett sig í samband hingað til. Það er það eina sem ég veit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing