Liverpool vann stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætti Chelsea á Anfield í dag.
Fyrri hálfleikurinn var ansi fjörugur en Liverpool vildi fá allt að þrjár vítaspyrnur og Chelsea eina.
Ein vítaspyrna var dæmt á Levi Colwill, varnarmann Chelsea, og úr henni skoraði Mohamed Salah.
Snemma í seinni hálfleik jafnaði Chelsea metin en Nicolas Jackson átti gott hlaup inn fyrir vörn heimaliðsins og kláraði færi sitt vel.
Það var svo miðjumaðurinn Curtis Jones sem kláraði leikinn fyrir Liverpool með fínu makri eftir sendingu frá Salah og lokatölur, 2-1.
Hér má sjá einkunnir Sky Sports úr leiknum.
Liverpool: Kelleher (6); Alexander-Arnold (7), Konate (7), Van Dijk (7), Robertson (6), Gravenberch (6), Jones (8), Szoboszlai (6); Salah (7), Jota (6), Gakpo (7).
Varamenn: Nunez (6), Diaz (6), Gomez (6), Mac Allister (6)
Chelsea: Sanchez (5), James (6), Tosin (6), Colwill (5), Gusto (7), Lavia (7), Caicedo (7), Madueke (6), Palmer (6), Sancho (6), Jackson (7).
Varamenn: Neto (7), Fernandez (6), Badiashile (6), Veiga (6), Nkunku (6)