Erik ten Hag hefur ítrekað það að hann hafi alls ekki viljað losna við miðjumanninn Scott McTominay í sumar.
McTominay var seldur til Napoli á Ítalíu en það voru ekki allir stuðningsmenn United hrifnir af þeirri ákvörðun.
Um er að ræða uppalinn leikmann en hann fékk reglulega að spila undir Ten Hag á síðustu leiktíð.
Ten Hag tók ekki ákvörðunina að selja McTominay og segir að stjórn félagsins hafi verið neydd í að selja vegna FFP eða Financial Fair Play.
,,Ég er mjög ánægðir fyrir hönd Scott. Ég hef sagt það áður og segi það aftur, ég vildi þetta ekki,“ sagði Ten Hag.
,,Það voru ákveðnar reglur sem félagið þurfti að fylgja. Reglurnar eru, ég myndi ekki segja slæmar, en það var búið að skapa ákveðna stöðu og við vorum neyddir í að taka þessa ákvörðun.“