fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Formennirnir svara: Geta Miðflokkur og Samfylkingin unnið saman í ríkisstjórn?

Eyjan
Sunnudaginn 20. október 2024 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef miða á við skoðanakannanir undanfarið er hugsanlegur möguleiki að Samfylkingin og Miðflokkurinn gætu myndað tveggja flokka stjórn eftir kosningar. Miðað við kannanir er þetta eina mögulega tveggja flokka stjórnarmynstrið.

Páll Magnússon, íhlaupastjórnandi þáttarins Sprengisandur, á Bylgjunni, var með formenn beggja flokka í viðtali í morgun og spurði þau hvort þau gætu hugsað sér að vinna saman eftir kosningar. Hvorugt útilokaði það.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það væri styttra á milli margra flokka en þessara tveggja og minnti á að formenn þeirra hefðu setið saman í ríkisstjórn, er Sigmundur Davíð var formaður Framsóknarflokksins. Það væri styttra á milli Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins en Miðflokksins og Samfylkingarinnar. En Kristrún útilokaði ekkert. Hún sagði að það væri þjóðarinnar að ákveða hvað kæmi upp úr kjörkössunum.

Páll spurði Sigmund Davíð, formann Miðflokksins, hvort styttra væri á milli þessara flokka en virtist. Sigmundur hafði áður nefnt til sögunnar þá Pétur Blöndal og Ögmund Jónasson, sem dæmi um menn úr öðrum flokkum sem hann hefði vel getað hugsað sér að vinna með í ríkisstjórn, vegna þess að þeir hafi báðir lagt áherslu á innihald umfram umbúðir og ímynd.

Sigmundur sagði þetta allt velta á því hvers konar Samfylking birtist okkar eftir kosningar. Hann sagðist ekki vita hvort Kristrún hefði breytt stefnu Samfylkingarinnar en hún hefði breytt umræðunni. Hann sagði Kristrúnu hafa nálgast sum mál af skynsemi en hann viti ekki hvort hún ein og sér geti breytt stefnu flokksins. Miðflokkurinn tali fyrir skynsemishyggju.

Páll benti á að bæði Kristrún og Sigmundur Davíð væru praktískir stjórnmálamenn og þau neituðu því ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“