Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fallist á að leiða lista fyrir Miðflokkinn í væntanlegum alþingiskosningum.
Mbl.is greinir frá þessu.
Sigríður segir í viðtali við Sprengisand að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur sú breiðfylking sem hann var. „Mér finnst auðvitað mikilvægt að sjónarmið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni og hefur alltaf haft fái aukið vægi. Við sjáum það hins vegra í dag að það hefur ekki verið þannig af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fyrir því eru ýmsar ástæður.“
Hún segist ekki eiga í ósætti við Sjálfstæðisflokkinn. „Ég er frekar að líta á þetta sem tækifæri til að fjölga málsvörum tiltekinna sjónarmiða á þinginu. Sjónarmiða sem hafa komið fram hjá Miðflokknum að mínu mati með hvað skýrustum hætti að minnsta kosti á þessu kjörtímabili.“
Fréttinni hefur verið breytt.