fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þrír vopnaðir menn handteknir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. október 2024 08:23

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn voru handteknir í nótt vegna hótana og brota gegn vopnalögum. Átti þetta sér stað í hverfi 104 í Reykjavík. Frá þessu er greint í dagbók lögreglu en ekki er greint nánar frá málinu.

Alls eru 125  mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu 17 í gærdag til kl. 5 í nótt. Átta gista fangageymslur. 

Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í hverfi 105, slökkvilið kom á vettvang og vel gekk að slökkva eldinn.

Maður var handtekinn í miðborginni vegna líkamsárásar.

Maður sem var til vandræða í miðborginni var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti á meðal almennings.

Mannlaus bíll rann á annan bíl í Kópavogi eftir að ökumaður bílsins hafði ekki gengið tryggilega frá honum.

Maður var handtekinn í hverfi 110 vegna eignaspjalla og hótana, og var hann vistaður í fangaklefa.

Hópur ungmenna voru að gera sér það að leik að ónáða íbúa í hverfi 110 með því að kasta flugeldum í hús. Ekki segir frá því til hvaða aðgerða lögregla greip í  málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar