Raphael Varane er ekki hættur að vinna hjá Como á Ítalíu þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna.
Þetta var staðfest í gær en Varane er 31 árs gamall og skrifaði undir samning við Como í sumar.
Hann meiddist snemma á tímabilinu og ákvað að kalla þetta gott en hann gekk í raðir félagsins frá Manchester United.
Como hefur staðfest það að Varane sé nú orðinn meðlimur í stjórn félagsins og mun hjálpa yngri flokkum félagsins.
Varane var gríðarlega öflugur varnarmaður á sínum tíma og vann ófáa titla með Real Madrid á Spáni og einnig HM með franska landsliðinu.