Riccardo Calafiori segist skammast sín fyrir fagnið sem hann bauð upp á í 2-2 jafntefli við Manchester City.
Um er að ræða leikmann Arsenal sem skoraði stórkostlegt mark í viðureigninni sem varð til þess að hann missti hausinn aðeins.
Calafiori benti í allar átti og virtist ekki vita hvernig hann ætti að fagna markinu – eitthvað sem hann sér eftir í dag.
,,Það var ekki hægt að spila erfiðari leik en við gerðum þarna. Þegar Gabriel Martinelli sendi boltann á mig þá vildi ég bara koma honum í fjærhornið,“ sagði Calafiori.
,,Það er ekki líkt mér að hlaupa til þjálfarans, það er önnur manneskja. Ég veit ekki hvað gerðist.“
,,Ég hélt áfram en ég vissi ekki hvað ég átti að gera, ég sver, ég var tómur. Ég skammast mín fyrir fagnið, hvað gerði ég?“