fbpx
Laugardagur 19.október 2024
Fókus

Hver skrifaði dularfullu færslurnar á 4chan sem urðu upphafið að QAnon-hreyfingunni og er sá aðili með náinn tengsl við Trump?

Fókus
Laugardaginn 19. október 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í október 2017 fóru að birtast undarlegir og nokkuð dularfullir póstar undir dulnefninu Q á umræðuþráðum á síðunni 4chan,“ svona hefst lýsingin á nýjasta þætti samsæris-hlaðvarpsins Álhatturinn, en að þessu sinni kafa álhattarnir ofan í eina þekktustu samsæriskenningu undanfarinna ára, öfgahægri samsærið sem kallast QAnon.

Samsærisfjöðurinn sem varð að samsærishænum

Fylgjendur samsærisins trúa því að síðasta ríkisstjórn Donald Trump hafi með leynd barist gegn valdamiklum hóp barnaníðinga, hóp sem samanstendur af þekktum stjórnmálamönnum demókrata, Hollywood-leikurum, embættismönnum, viðskiptajöfrum og læknum.

Nafnið QAnon á rætur að rekja til nafnlausu færslanna frá Q, en Anon er stytting á anonymous og hefur öðlast sjálfstæða merkingu sem orð yfir þá sem afhjúpa leynilegar upplýsingar í skjóli nafnleyndar.

Fáar samsæriskenningar hafa aflað sér jafn mikiðs fylgis en í ágúst árið 2020 greindi Marc-André Argentino, sem rannsakði QAnon-hreyfinguna, virka hópa í 71 landi. Vinsældirnar ruku upp í Covid-faraldrinum, en nú má tala um að samsærið sé orðið að alþjóðlegri hreyfingu sem bandaríska alríkislögreglan telur að gæti stafað hryðjuverkaógn frá. Í raun er QAnon því orðið regnhlífarhugtak yfir þessa hreyfingu og fjölda samsæriskenninga sem hafa verið rakin til hennar. QAnon varð í raun svo vinsælt að stóru samfélagsmiðlarnir réðust gagngert í aðgerðir til að takmarka dreifinguna.

Hreyfingin byggist í dag á margskonar hugmyndum sem fara í margar áttir og eiga fletar upptök sín á spjallrásum á netinu. Almennt er talið að QAnon-samsærið hafi farið á flug til að styðja Trump. Álhatturinn tekur þetta umdeilda samsæri til skoðunar og veltir fyrir sér hvaðan það er sprottið.

Hver er hinn dularfulli Q?

Í lýsingu álhatta segir:

„Í október 2017 fóru að birtast undarlegir og nokkuð dularfullir póstar undir dulnefninu Q á umræðuþráðum á síðunni 4chan. Q þessi gaf sig út fyrir að vera háttsettan aðila úr Ríkisstjórn Donald Trump og sagðist vera að koma skilaboðum beint frá Trump sjálfum til stuðnings fólks hans. Q fór mikinn um hreinsunarstarf Trump í Washington og baráttu hans gegn djúp ríkinu(e.deep state) og tilraunir hans til að tæma síkið(e. Drain the swamp).

Í þessari herferð sinni myndi Trump afhjúpa barnaníðinga og aðra óvini fólksins og láta handtaka þá og fleygja lyklunum. Q talaði yfirleitt í óljósum margtúlkanlegum setningum sem oftar en ekki fólu í sér einhverskonar spurningar frekar en staðhæfingar og flestum færslunum var ætlað að vekja fólk til umhugsunar frekar en koma með einhverjar fullyrðingar eða spádóma.

Fylgisfólk Q, svokallaðir Qanons, hófu svo að dulkóða og túlka þessar færslur Q og reyna að átta sig á því hvað væri verið að vísa hverju sinni. Svo hægt væri að upplýsa almenning. Voru fjöldahandtökur á barnaníðings demókrötum framundan? Myndi Trump nota ákveðin orð , handabendingar eða myndmál í næstu ræðu sinni? Q kom oft með vísbendingar um eitthvað sem Trump átti að segja eða gera í ræðu á næstunni og svo raungerðist það, var þar með búið að sanna að Q væri náinn samstarfsaðilli Trump? Eða vara bara um hreinar tilviljanir að ræða?

Ef marka má meginstraumsmiðlana og mennta- og menningarelítuna þá er ekkert að marka eitt aukatekið orð sem að Q sagði og allir hans spádómar eru innantómt merkingarlaust þvaður og einhverskonar stæk upplýsingaóreiða og falsflóðQ Anons, eru málaðir upp sem fáfrótt, ginnkeypt og jafnvel rasískt pakk sem samfélaginu stafar mikil ógn af og jafnvel ýjað að því að þagga verði niður í þessu fólki og koma í veg fyrir frekari dreifingu þessarar kenningar.

Einlægir uppljóstrarar eða vanstilltir vitleysingar?

Hámenntað fólk með fín ættarnöfn og allskonar merkilegar gráður í hinum og þessum fræðum stígur fram og varar við Q og segir hugmyndafræði QAnons hættulega. Stóru fjársterku fjölmiðlarnir hamra á mikilvægi þess að spyrja sig spurninga og taka ekki öllu sem maður les á internetinu trúanlegu. Samt virðast bara sumir mega spyrja spurninga og ekki einu sinni allra spurninganna. Spurningar Q voru röngu spurningarnar og komu frá röngum aðila. Þess vegna voru þær málaðar upp sem upplýsingaóreiða og falsfréttir, eða hvað? Voru þetta ef til vill óheiðarlegar tilraunir skuggalegra hulduuafla og djúpríkisis til þess að stöðva framgöngu Trump og hreinsunarstarfs hans í Washington? Starfa stjórnmálafræðingarnir og sérfræðingarnir nánast allir fyrir jakkalakka og fjörulalla? Varaði Q fólk við því að svindlað yrði á Trump í kosningunum 2020 og getur verið að kosningunum hafi raunverulega verið stolið?

Hver er Ezra Cohen og hvernig tengist hann Q og Q Anons, ef eitthvað? Eru QAnons bara vanstilltir vitleysingar sem skortir vísindalæsi og almenningilega vitneskju eða er Q hreinhjartaður og einlægur uppljóstrari, sem er komin til að benda okkur á spillinguna sem kraumar undir niðri og þá staðreynd að keisarinn ekki í neinum fötum? Eru fínu háskólamenntuðu sérfræðingarnir í fjölmiðlum að fræða okkur eða afvegaleiða okkur? Hvort eru þau með okkur eða á móti okkuri? Bera þau hag almennings eða hulduaflanna í brjósti? Er Q mögulega mótvægið við hulduöflin sem við svo nauðsynlega þurfum á að halda?? Mun Q bjarga heiminum frá tortímingu og glötun? Eða er Q einmitt merki um hið gagnstæða og vísbending um hnignun samfélagsins og forheimskun mannfólksins eins og sérfræðingarnir vilja meina?

Þetta og svo margt margt fleira áhugavert í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, sem er fyrri partur af tveimur, þar sem þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða hina fremur umdeildu en einstaklega áhugaverðu samsæriskenningu að hinn dularfulli Q, sem póstaði nafnlaust á umræðu síðunni 4Chan, sé háttsettur aðilli sem hafi náin tengsl við Trump og stjórn hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Íslensk skinka“ orðin dönsk poppprinsessa – Segir lífsgæði fjölskyldunnar dala allsvakalega ef hún flytji heim

„Íslensk skinka“ orðin dönsk poppprinsessa – Segir lífsgæði fjölskyldunnar dala allsvakalega ef hún flytji heim
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar keppast við að birta elstu og yngstu prófílmyndina

Íslendingar keppast við að birta elstu og yngstu prófílmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svaf mest hjá 22 karlmönnum á einu kvöldi – Biðu í röð fyrir utan hótelherbergið hennar

Svaf mest hjá 22 karlmönnum á einu kvöldi – Biðu í röð fyrir utan hótelherbergið hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar er ekki par hrifinn af Dimmu – „Þetta virkar satt að segja frekar slappt“

Jón Viðar er ekki par hrifinn af Dimmu – „Þetta virkar satt að segja frekar slappt“