Héraðsdómur Austurlands féllst rétt í þessu á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald yfir manni em er grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu sinni. Árásin átti sér stað á miðvikudaginn á Vopnafirði en brotaþoli er þungt haldin á sjúkrahúsi.
Í tilkynningu lögreglu segir:
„Héraðsdómur Austurlands féllst rétt í þessu á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald yfir sakborningi sem grunaður er um líkamsárás á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag.
Krafa var gerð um gæsluvarðhald á grunni a og d liðar 1. mgr. 95. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 og 2. mgr. 95. gr sömu laga.
Miðað við fyrirliggjandi málsgögn var fallist á gæsluvarðhald á grunni a liðar 1. mgr. 95. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 til 4. nóvember næstkomandi. “