Alma Möller, landlæknir, og Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, leiða saman krafta sína á ný, ef marka má heimildir fréttastofu Vísis, en að þeirra sögn mun Víðir taka að sér oddvitasæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi. Alma hefur þegar tilkynnt framboð sitt hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi svo ef vel gengur enda tveir þriðju af þríeykinu fræga, sem fylgdi þjóðinni í gegnum COVID, á Alþingi.
Þá vantar aðeins Þórólf Guðnason, fyrrum sóttvarnalækni, en hann hefur í það minnsta ekki tilkynnt um framboð svo vitað sé.
Þjóðin þarf nú mögulega að færa sig frá því að „Hlýða Víði“ eins og hún tileinkaði sér í faraldrinum yfir í að hlýða á Víði í pontunni í þingsal.