fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Áslaug kom með óvænta játningu í viðtali – „BÚMM! Þarna kom fréttin“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 19. október 2024 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom með óvænta játningu í hlaðvarpinu Bakherbergið í umsjón Þórhalls Gunnarssonar og Andrésar Jónssonar. En þar sat hún fyrir svörum ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttir úr Viðreisn.

Áslaug og Þorbjörg , eða Obba eins og hún er kölluð, fengu nokkrar léttar og svo þungar hraðaspurningar.

Þær voru alveg sammála í fyrstu spurningunum. Báðar styðja afnám á einkasölu ÁTVR á áfengi, báðar vilja samræmd próf í grunnskóla og báðar vilja leyfa starfsemi veðlánafyrirtækja.

Svo fengu þær spurningu um hvort þær styðja upptöku á nýjum gjaldmiðli. Obba er hlynnt, en Áslaug er það ekki.

Næsta spurning var hvort að þær vilja þjóðaratkvæðisgreiðslu um mögulega inngöngu í Evrópusambandið. Obba var fljót að svara því að hún sé hlynnt því. Flestir hefðu búist við neikvæðu svari frá Áslaugu en þarna kom hún á óvart.

„Ef þær eru í upphafi kjörtímabils, þá gæti ég stutt þær í ríkisstjórnarsamstarfi áður en farið er í viðræðurnar.“

Þáttastjórnendur voru gáttaðir: „BÚMM. Þarna kom fréttin!“

Áslaug var beðin um að skýra þetta nánar og hún útskýrði að ef þjóðaratkvæðisgreiðsla færi fram til að kanna hug þjóðarinnar á að ganga til viðræðna við Evrópusambandið, þá gæti hún stutt slíkar hugmyndir í upphafi kjörtímabils, að því gefnu að Sjálfstæðisflokkur væri í ríkisstjórn.

„Já ég gæti tekið umræðu um það ef við myndum ríkisstjórn aftur.“

Þáttastjórnendur sáu fyrir sér að þarna hafi möguleikar Sjálfstæðisflokks á nýjum samstarfsflokkum aukist nokkuð. Áslaug var þó fljót að útskýra að hún treysti þjóðinni þó slá hugmyndir um Evrópusambandsaðild af borðinu.

„Ég hef engar áhyggjur af því að þjóðin myndi samþykkja það,“ sagði Áslaug og hló dátt og tók svo af öll tvímæli: Ég vil ekki að við göngum í Evrópusambandið.

Lokahraðaspurningin varðaði svo mögulega samstarfsflokka. Obba var spurð hvort hún vildi heldur starfa með Sjálfstæðisflokk eða Samfylkingu í ríkisstjórn. Fyrst sagðist hún ekki geta gert upp á milli. Hún komst þó ekki upp með afstöðuleysi og var krafin um svar.

„Ok þá verð ég bara „on brand“ í stjórnarandstöðu og segi Samfylkingin.“

Áslaug var að sama bragði spurð hvort hún vildi heldur starfa með Viðreisn eða Samfylkingu í ríkisstjórn. „Viðreisn,“ sagði Áslaug án þess að hika og skaut svo á Obbu: „Mér finnst Samfylkingin of vinstrisinnuð en Viðreisn ætlar greinilega að halla sér þangað,“ sagði Áslaug kímin.

Uppfært: 

Áslaug sá ástæðu til skýra betur afstöðu sína í samtali við mbl.is sem birtist rétt á eftir þessari grein í dag. Þar tók hún fram að hún hafi alla tíð verið andvíg aðild að Evrópusambandinu og orð hennar í Bakherberginu hafi átt að benda á að það sé ekkert til sem heitir þjóðaratkvæðisgreiðsla eftir viðræður við Evrópusambandið, eins og gjarnan sé talað um. Eina samtalið sem sé hægt að taka færi fram áður en viðræður hefjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum